Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Economist segir Ţýskaland ógn viđ heimshagkerfiđ

Í leiđara í tímaritinu Economist 8. ţessa mánađar var fjallađ um ţýska vandamáliđ eins og leiđarahöfundur kallar ţann vanda sem efnahagsstjórnin í Ţýskalandi veldur hagkerfi heimsins. Vandinn felst međal annars í of miklum sparnađi einkaađila og opinberra ađila í Ţýskalandi sem, ásamt öđru, hefur í för međ sér gífurlegan viđskiptaafgang og auđsöfnun. Leiđarahöfundur segir ađ međ ţessu sé Ţýskaland mesta ógnin fyrir frjáls viđskipti í heiminum. 

Ţađ er hins vegar dálítiđ fyndiđ ađ leiđarahöfundur Economist skuli hoppa yfir risavaxinn vanda sem efnahagsstefna Ţýskalands veldur međal nágrannaríkjanna í evrussamstarfinu. Leiđaraöfundur ţessa rits, sem stundum virđist stunda evrutrúbođ, fjallar ekkert um ţađ sem er ein meginástćđan fyrir ţessum vanda sem er ţađ skrúfstykki sem evrusamstarfiđ heldur ríkjum í. Eftir ađ ţađ samstarf var tekiđ upp hefur Ţjóđverjum tekist ađ halda aftur af launahćkkunum og kostnađi í framleiđsluiđnađi. Atvinnurekendur og verkalýđshreyfingin hefur tekiđ höndum saman um ađ halda kostnađi niđri - og ţar tekist miklu betur en atvinnurekendum og verkalýđsforystu í nágrannaríkjunum. Ţetta hefur haft ţađ í för međ sér ađ verđbólga á flesta mćlikvarđa hefur veriđ minni í Ţýskalandi en í samkeppnislöndum, Ţjóđverjar hafa getađ selt útflutningsafurđir sínar á lćgra verđi en nágrannalöndin og fyrir vikiđ hefur viđskiptaafgangur veriđ vaxandi hjá Ţjóđverjum á međan viđskiptahalli hefur veriđ viđvarandi vandamál hjá Ítölum og nokkrum öđrum ríkjum á jađri evrusvćđisins. Vandann er ekki hćgt ađ leysa međ gengisađlögun sem er ein eđlilegasta leiđin til ađ draga úr vandanum af ţví ađ ríkin eru föst í evrusamstarfinu. Jađarríkin safna skuldum og búa viđ meira atvinnuleysi en Ţjóđverjar. Ć stćrri hluti ungs fólks kemst aldrei inn á vinnumarkađinn. Ţessi mismunandi samkeppnisstađa sýnir í hnotskurn ađ markmiđin međ evrusamstarfinu hafa ekki gengiđ upp, ţ.e. ađ verđţróun yrđi sem líkust og efnahagsţróun fćrđist almennt í sama fariđ. Gríđarlegur viđskiptaafgangur Ţjóđverja heldur öllu í heljargreipum, ekki bara á evrusvćđinu, heldur í öllum heiminum, eins og leiđarahöfundur Economist bendir á. 

Viđbrögđin viđ ţeim vanda sem Ţýskaland veldur eru ţau ađ Seđlabanki evrunnar gefur nánast peninga, ţ.e. lánar á engum eđa jafnvel neikvćđum vöxtum, til ađ koma styrkari stođum undir atvinnulífiđ og auka atvinnu. Eftir sem áđur er atvinnuleysi ađ međaltali nálćgt tíu prósentum á evrusvćđinu og nálćgt 50% hjá konum og ungu fólki á jađarsvćđum evrunnar.

Ţannig er hiđ fyrirheitna land núverandi fjármála- og efnahagsráđherra.


Evrópa er annađ og meira en Evrópusambandiđ

HjorleifurGuttormsson170615Hjörleifur Guttormsson, náttúrfrćđingur, fyrrverandi ráđherra og alţingismađur, skrifađi ágćta grein sem Morgunblađiđ birti í gćr ţar sem hann fjallar um tilraun Evrópusambandsins til ţess ađ leggja eignarhald á Evrópunafniđ. Í greininni segir Hjörleifur međal annars: ,,Međ ţví m.a. ađ líta til Evrópuráđsins sést hversu fráleitt ţađ er af hálfu Evrópusambandsins ađ láta sem ţađ tali fyrir Evrópu alla."

Grein Hjörleifs er birt hér međ góđfúslegu leyfi höfundar:

,,Í skólum er okkur kennt ađ Evrópa sé ein af fimm heimsálfum sem takmarkist af Úralfjöllum í austri og Atlantshafi ásamt Íslandi í vestri. Á hverjum degi klingir hins vegar í eyrum okkar af hálfu forystumanna Evrópusambandsins ađ ESB sé í raun ţađ sama og Evrópa. Ţetta á ekki síst viđ um ţýska stjórnmálamenn og fjölmiđlar ţar endurkasta slíkri orđnotkun dag hvern. Ţannig talađi Merkel kanslari í ađdraganda G-20-fundarins ítrekađ um ađ „Evrópa verđi ađ taka örlög sín í eigin hendur“. Ţar var hún ađ svara Trump Bandaríkjaforseta sem eins og forverar segist tala fyrir munn „Ameríku“. Keppinautur Merkel um kanslaraembćttiđ, sósíaldemókratinn Martin Schulz, kemur beint úr forsetastóli „Evrópuţingsins“. Í viđtali viđ Der Spiegel 3. júní sl. gerđi hann engan greinarmun á Evrópu og ESB. Hér er ekki um neina tilviljun ađ rćđa heldur ţaulhugsađa viđleitni af hálfu ráđamanna ESB ađ leggja undir sig hugtakiđ Evrópa sem fram á okkar daga hefur veriđ notađ í landfrćđilegri merkingu. Samkvćmt ţví er Rússland einnig í Evrópu, sem og ríkin Sviss, Noregur og Ísland sem öll standa utan ESB. Og hvađ verđur svo um Bretland í ţessu samhengi eftir Brexit?

Evrópuráđ og Mannréttindadómstóll ótengd ESB

Spyrja má hvort til einhvers sé ađ reisa rönd viđ ţessum áróđurshernađi ESB međ nafngiftir. Ađ mínu viti er ţađ bćđi rétt og skylt og ţótt fyrr hefđi veriđ, ţó ekki vćri nema til upplýsingar fyrir almenning í álfunni allri. Međ ţví ađ líta til Evrópuráđsins sést hversu fráleitt ţađ er af hálfu ESB ađ láta sem ţađ tali fyrir Evrópu alla. Evrópuráđiđ međ ađsetur í Strassborg er alţjóđasamtök 47 stórra og smárra Evrópuríkja. Til ţess var stofnađ áriđ 1949, nćrri áratug áđur en fyrsti vísir ađ 6-ríkja Evrópubandalagi varđ til 1957. Međal fyrstu verkefna Evrópuráđsins var samţykkt um Mannréttindasáttmála Evrópu og tilkoma sérstaks dómstóls til ađ fylgja honum eftir. Ísland hefur frá 1950 veriđ ţar ţátttakandi og dómstólinn ber oft á góma í fréttum hérlendis vegna ţess ađ margir snúa sér til hans í von um leiđréttingu sinna mála. Alţingi kýs fulltrúa á ţing Evrópuráđsins og Ísland á sćti í ráđherraráđi ţess. Ástćđa er til ađ ítreka ađ Evrópuráđiđ er ótengt Evrópusambandinu. Ţađ síđarnefnda hefur ţrjár meginstođir: Framkvćmdastjórn í Brussel, dómstól međ ađsetur í Lúxemborg og Evrópuţingiđ sem kemur saman ýmist í Brussel eđa Strassborg.

Evrópusamband međ óvissa framtíđ

Málefni Evrópu sem heimshluta hafa veriđ á mikilli hreyfingu í tíđ núlifandi kynslóđa, einkum eftir lok kalda stríđsins. Evrópusambandiđ var á mikilli siglingu um og eftir aldamótin međ tilkomu nýrra ađildarríkja í austanverđri álfunni og stofnun 16-ríkja myntbandalags međ evru sem gjaldmiđil. Sjálft er ţađ nú í mikilli óvissu um hvert stefna skuli. Ástćđur ţessa eru margţćttar. Lissabonsáttmálinn sem undirbúinn hafđi veriđ 2005 og átti ađ fćra ESB í stóru skrefi í átt ađ ríkisheild mćtti mikilli andstöđu en komst loks til framkvćmda í útvatnađri mynd 2009. Ţá var fjármálakreppan skollin á og misvćgiđ innan evrusvćđisins jókst stig af stigi međ sterkum efnahag Ţýskalands en gífurlegu atvinnuleysi og skuldsetningu í mörgum ađildarríkjum og djúpstćđri kreppu sem enn varir í Grikklandi. Sameiginlegi gjaldmiđillinn sem öllu átti ađ bjarga hefur reynst hengingaról sem mörg ađildarríki hefđu nú kosiđ ađ vera laus viđ. Nýlegar tillögur frá Brussel um hertar útgjaldareglur og sameiginlega fjármálastjórn ađildarríkja evrusvćđisins mćta áfram mikilli andstöđu, einnig í Ţýskalandi. Flóttamannastraumurinn úr suđurátt er jafnframt tifandi tímasprengja sem engin samstađa er um ađ taka á sameiginlega. Ofan í ţetta ástand kom síđan sem reiđarslag fyrir forystu ESB sú ákvörđun meirihluta breskra kjósenda ađ segja landiđ úr sambandinu.

Uppgjör og stefnumörkun framundan

Ísland á ađ hafa lćrt sína lexíu um Evrópusambandiđ eftir ađildarviđrćđurnar 2009-2013. Til ţeirra var stofnađ á fölskum forsendum, m.a. ţeim ađ unnt vćri ađ semja um varanlegar undanţágur frá grundvallarreglum ESB. Frekar en ađ standa frammi fyrir ţeirri blekkingu var málinu stungiđ undir stól viđ lok kjörtímabils fyrir fjórum árum. Síđan hefur enn hallađ undan fyrir ESB sem endurspeglast í spurningunni „Lifir ESB út áratuginn?“ (Viđskiptablađiđ 13. júlí 2017.) Ţrátt fyrir ţetta finnast hér enn stjórnmálamenn í ábyrgđarstöđum sem knýja á um ESB-ađild Íslands og veifa ţá einkum evru sem tálbeitu. Uppgjöri viđ ţá blekkingu verđur best náđ međ víđtćkri frćđslu um stöđu og innviđi ESB og hvađa áhrif ađild hefđi fyrir smáţjóđ eins og Íslendinga. Gott samstarf lands okkar viđ Evrópusambandiđ sem og ađrar ţjóđir er eftir sem áđur sjálfsagt markmiđ, en ţví ţarf ađ finna annan farveg en nú er innan Evrópska efnahagssvćđisins. Á nćsta ári verđur öld liđin frá ţví Ísland öđlađist fullveldi. Ţeirra tímamóta verđur best minnst međ ţví ađ draga fram ţađ sem áunnist hefur og marka áherslur um framsýna stefnu óháđs Íslands í samfélagi ţjóđanna. Ţá er og rétt ađ hafa í huga ađ Evrópa er annađ og meira en ESB."


Brexit bćtir atvinnuástandiđ í Bretlandi

Samkvćmt frétt Viđskiptablađsins hefur atvinnuleysi ekki mćlst lćgra í Bretlandi frá árinu 1975. Ţađ var 4,5% í maí síđastliđnum. 

Í fréttinni segir:

Atvinnuleysi hefur ekki veriđ lćgra í Bretlandi í 42 ár. Í maímánuđi mćldist atvinnuleysi 4,5% og hefur ţađ ekki veriđ lćgra frá árinu 1975. Dróst atvinnuleysi saman um 0,2 prósentustig á milli mánađa. Atvinnuleysi međal fólks á aldrinum 16-24 ára mćldist 12,5% og dróst saman um 1% á milli ára. BBC greinir frá. 

 

 


Stöđugur meirihluti landsmanna andvígur ađild ađ ESB

MBL birti í hádeginu niđurstöđu könnunar MMR um afstöđu landsmanna til ađildar ađ ESB. Sem fyrr er meirihluti andvígur inngöngu, eins og MBL segir. Ef ađeins er tekiđ miđ af ţeim sem taka afstöđu eru um 62 prósent andvíg inngöngu.

Sjá frétt mbl.is um máliđ hér


mbl.is Meirihluti andvígur inngöngu í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fréttablađiđ áréttar frétt Heimssýnar

Eins og glöggir lesendur hafa tekiđ eftir áréttar Fréttablađiđ í dag nýlega frétt Heimssýnar, ţ.e. ţá ađ nýráđinn ráđgjafi ríkisstjórnarinnar um peningastefnu hafi talađ gegn evru. Fréttablađiđ bćtir reyndar um betur og vitnar til fréttar um ţađ ţegar nefndur ráđgjafi, Anthanasios Orphanides,fyrrverandi bankastjóri Seđlabanka Kýpur, hafi komiđ hingađ til lands sumariđ 2014 og ráđlagđi ţá Íslendingum ađ taka ekki upp evru. Hann hafi raunar gengiđ lengra en ţađ og fullyrt ađ ţađ yrđu mistök fyrir hvađa ríki sem vćri ađ ganga í gjaldmiđilsbandalagiđ. Evrusvćđiđ vćri einfaldlega ekki sjálfbćrt.

Orphanides ţessi stóđ í ströngu ţegar evrukreppan reiđ yfir álfuna og hefur margt miđur fallegt ađ segja um framgöngu valdamanna í Brussel, segir í Markađi Fréttablađsins í dag.


Fortíđar- og framtíđarvandi ESB og evrusvćđisins

Evrusvćđiđ glímir enn viđ hrikalegan fortíđarvanda eins og sést á ţví ađ enn er veriđ ađ senda evru-Grikkjum risastóran björgunarpakka. Jafnframt glímir svćđiđ viđ mikinn framtíđarvanda sem evrubankinn rćđur ekki viđ. Ţví vill seđlabankastjóri í Frakklandi ađ ríkisstjórnir viđkomandi landa grípi til örvunarađgerđa.


EES-samningurinn skemmir ímynd Íslands

EES-samningurinn og tilskipun ESB, sem alţingismenn samţykktu gagnrýnislaust eđa gagnrýnislítiđ, hefur í för međ sér undarlegt umhverfisbókhald sem sýnir Ísland sem kjarnorkuknúinn umhverfissóđa. Leiđarahöfundur Morgunblađsins kemur međ ţarfa ábendingu um ţetta í dag og bendir í leiđinni á ţađ hversu varasamar tilskipanir ESB á grunni EES-samningsins eru.

Er ekki ástćđa til ađ skođa ţetta og rćđa frekar?

 

Í leiđara Morgunblađsins í dag, sem ber yfirskriftina Ímyndin seld úr landi, segir:

 

Viđ Íslendingar höfum lengi veriđ stoltir af ţví, ađ flestir ţeir orkugjafar sem viđ nýtum hafa veriđ í formi jarđvarma- og vatnsfallsvirkjana, sem jafnan eru taldar í hópi umhverfisvćnustu orkugjafa sem völ er á. Jafnframt höfum viđ markađssett íslenska náttúru sem hreina og ósnortna, og jafnvel reynt ađ fá ferđamenn hingađ til lands á ţeim forsendum ađ hér sé um einstaka náttúruparadís ađ rćđa.

Ţađ skýtur ţví skökku viđ, ţegar rýnt er í raforkureikninginn, ţar sem uppruna orkunnar er getiđ. Í stađinn fyrir ađ ţar sjáist hiđ sanna, ađ 99,99% af orkugjöfum okkar eru endurnýjanleg, ber svo viđ ađ meirihluti orkunnar er sagđur eiga uppruna sinn í kjarnorku eđa jarđefnaeldsneyti, svo sem kolum eđa jarđgasi. Miđađ viđ ţćr tölur sem Orkustofnun hefur tekiđ saman um „uppruna“ orkunnar okkar eru nćrri ţví 80% orkunnar sem viđ nýtum runnin af ţessum rótum.

Íslendingar eru ţví, samkvćmt bókhaldinu, miklir umhverfissóđar, en ástćđan er rakin til ţess, ađ samkvćmt tilskipun Evrópusambandsins, sem leidd var hér í lög áriđ 2011, er orkufyrirtćkjum á evrópskum markađi heimilt ađ selja hreinleikavottorđ úr landi, ţannig ađ ríki og fyrirtćki, sem annars myndu ekki standast skođun, geti fengiđ á sig gćđastimpil fyrir umhverfisvernd. Íslendingar taka ţannig á sig syndir heimsins.

Í ljósi ţess ađ Íslendingar flytja raforkuna hvorki inn né út er hér um grófar blekkingar ađ rćđa, ţar sem neytendur í Evrópu eru látnir halda ađ vörur séu umhverfisvćnar sem eru ţađ ekki. Í Bćndablađinu var sagt frá ţví ađ á sama tíma hefur ţetta haft áhrif á innlenda framleiđslu, ţar sem matvćlaframleiđendur hafa ţurft ađ kaupa sér vottorđ, hafi ţeir viljađ stađfesta ađ ţeir hafi ekki nýtt sér kjarnorku eđa kol, eins og bókhaldiđ segir.

Evróputilskipun sú, sem hér um rćđir, hefđi aldrei átt ađ vera lögfest en rann ţó í gegnum ţingiđ mótatkvćđalaust.

Ímynd landsins sem náttúruparadísar er í húfi, ţegar í orkubókhaldi ţjóđarinnar má finna ţađ út, ađ hér á landi hafi veriđ framleiddur geislavirkur úrgangur. Viđ ţessu ţarf ađ bregđast, og huga í framtíđinni ađ ţví, ađ ţćr tilskipanir ESB sem hér séu innleiddar eigi viđ íslenskar ađstćđur, en séu ekki bara teknar upp í blindni.


Ráđgjafi íslenskra stjórnvalda reiđur evrulöndunum

Svo sem fram hefur komiđ hefur veriđ kallađ eftir erlendum ráđgjöfum fyrir verkefnisstjórn sem ríkisstjórnin skipađi til ađ leggja mat á peninga- og gengisstefnu Íslands eftir losun fjármagnshafta. Einn ţessara ráđgjafa er Athanasios Orphanides, prófessor viđ MIT-háskóla og fyrrum seđlabankastjóri Kýpur. Hann var alls ekki sáttur viđ ţađ hvernig evran hagnađist Ţjóđverjum en varđ Kýpur og öđrum jađarríkjum til trafala.

Um ţađ má lesa hér: Former ECB Official Orphanides Points Finger for Euro Woes at Politicians, Mainly Germans.

Sjá einnig hér: What happened in Cyprus.


ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiđnađ í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miđunum

Fiskveiđar og fiskiđnađur í Bretlandi hefur orđiđ fyrir verulegum og neikvćđum afleiđingum af ađild Bretlands ađ ESB. Floti erlendra skipa hefur veitt stóran hluta af afla á Bretlandsmiđum. Andvirđi ţess sem skip frá öđrum ESB-löndum veiđa á breskum miđum er um fimm sinnum meira en ţađ sem bresk skip veiđa á miđum annarra ESB-ríkja. Nú verđur breyting á, vona Bretar, ekki hvađ síst í Grimsby ţar sem fólk hefur í aldir byggt afkomu sína á fiskveiđum og fiskvinnslu. Ţar sér fólk nú fram á bjartari tíma ţegar Bretar ná aftur yfirráđum yfir eigin fiskveiđiauđlindum.

Sjá hér: Will Brexit make Grimsby great again?

Sjá einnig hér grein í The Telegraph.


Evran ekki góđur kostur

Ţetta er niđurstađa OECD um gjaldmiđlamál í nýlegri skýrslu stofnunarinnar: „Međ hliđsjón af öllu sem ađ fram­an er nefnt er ţađ mat OECD ađ nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála, međ krón­una og fljót­andi gengi, sé raun­hćf­asti kost­ur­inn sem Íslandi standi til bođa eins og stađan sé í dag.“

Sjá mbl.is.

Sjá OECD.


mbl.is Berskjaldađri fyrir spákaupmönnum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2017
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 541
  • Frá upphafi: 926965

Annađ

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 496
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 220

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband